Sælir,
Ég ætla að svara því sem kristinnm sagði.
Þegar ljósaperur voru fyrst hannaðar var meðal líftími hverrar peru 376 ár. Framleiðendur reiknuðu það út fljótlega að ef þeir myndu selja perur sem endust bara endalaust myndi salan minnka um 96% þannig að þeir hönnuðu perur sem duga bara í mjög stuttan tíma.
Þetta er mjög svipað með þennan Hiclone búnað, afhverju að selja einhverjum 10 fyrirtækjum hann bara einu sinni svo að þeir geti notað endalaust af honum án þess að borga? Í staðin nýta þeir sér þetta og selja hvert stykki fyrir sig og græða meira. Það er ekkert hægt að ætlast til þess að svona hlutir verði bara staðalbúnaðir í bílnum. Kanski eftir nokkur ár verða bílaframleiðendur komnir með svipaðan búnað í bílana en aldrei þennan búnað. Dæmið með ljósaperuna td. það væri eins og þú ætlaðist til þess að að þeir framleiddu perur sem duga endalaust sem kæmi sér auðvitað vel fyrir þig en á kostnað fyrirtækissins og ég tel það líklegt að stjórnendur fyrirtækja færu ekki að láta það tapa peningum bara út af engu.
Annars hefur verið umræða um þennan búnað á f4x4.is annars hef ég enga reynslu af þessu sjálfur en hef heyrt að þetta sé nokkuð sniðugt. Allavega hafa Datsun eigendur hrósað þessu…<br><br>“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian