Jæja, þá kom loks að því. Ég hef verið að býða nokkuð lengi eftir að fá stýristjakk í Blazerinn. Stýrismaskínan var lek, sem olli því að dælan tæmdist og annaðhvort þessvegna eða vegna aldurs gafst dælan upp.

Ég hef verið að keyra minn trukk á 38" án nokkurs hjálparátaks í alltof langan tíma. Í dag skiluðu Stál og stanzar honum með tjakk og settu um leið aðra dælu sem ég átti í gripinn (ég vildi ekki setja hana í svo hún færi ekki sömu leið og sú fyrri). Þvílíkur munur! Nú dugir að hugsa sterkt í aðra hvora áttina til að hann beygji ;)

En það er einn galli á þessu. Ég var orðinn svo vanur þessu stífa stýri að ég þarf að læra að keyra uppá nýtt. Þetta er aðallega skrítið þegar ég er kominn á einhverja ferð, en þá var stýrið nokkuð stíft. Nú er það létt eins og fys.

Aðal muninn mun ég örugglega finna í hjakki í miklu snjó, að ógleymdu hjakki á Kringluplaninu á háannatíma.

En aðalástæðan fyrir þessari tjakkaðgerð var að tjakklausir eiga þessir bílar til að brjóta grindina við maskínuna. Svo þurfti ég hvortsemer að láta taka maskínuna í gegn.

En nú líð ég samsagt áfram og tek allar beygjur sem ég get :)

JHG