Þannig er nú mál með vexti að það hrundi í honum sjálfskiptingin. Það sem gerðist er að það sprakk pakkdósinn í henni þannig að olían fór á milli kassa og vélar niður í götu.
Ég skipti henni út og setti aðra undir og viti menn, Ég keyrði 30 km og það sama gerðist. Þá setti ég enn eina skiptinguna undir og passaði mig á að kælirinn fyrir hana væri ekki stíflaður og allt eðlilegt flæði væri um hana og athugaði hvort öndunin væri nokkuð stífluð o.s.fr. Svo fór hún undir og jú, ég gat keyrt 190 km og þá fór hún, frá selfossi og ég stoppaði um 30 km frá vegamótum á snæfellsnesi. Ég er mjög fúll yfir þessu enda er ég búin að eyða mikklum tíma í þetta bras. Hver gæti vitað hver orsökin væri, mér dettur helst í hug tölvan sem tengist í skiptinguna en ef einkver getur komið með góð ráð þá endilega má sá sami hafa samband við mig. M. kv. Einn pirraður<br><br>Með kveðju…
Með kveðju…