Sælir ég hef áhuga á að vita hverjir hér á landi hafa lent í að bolti á keðjuhjóli olíudælu, TD5 vélar, losni þannig að vél missir allan olíuþrýsting.
LR í UK hefur bætt tjón manna og jafnvel greitt fyrir nýja vélar og útlaðgan kostnað (bílaleigubíl m.m.) þó að vélarnar séu úr ábyrgð því þetta er skaði sem eingöngu er hægt að rekja til hönnunar og samsetningarvinnu. B&L neitar að borga viðgerð á mínum bíl og segir LR neita þeirra claim.
Þetta er vel þekkt vandamál og var t.d. fjallað um þetta í neytendaþætti á BBC fyrir nokkrum vikum.
Þetta er lítil bilun með mjög alvarlegar afleiðingar og gerir TD5 vélarnar að tikkandi tímasprengjum, ný vél kostar jú hátt í milljón.
Sjá m.a. http://www.web-rover.co.uk/page.php3?p=td5kb/oilpumpbolt