Ég hef átt bæði lítinn jeppa og stórann. Þeir hafa báðir sína kosti og galla.
Fyrsti jeppinn minn var langur Suzuki Fox sem ég breytti fyrir 33“ og skellti B20 (og síðar B20B) ofaní. Þetta var nokkuð skemmtilegt, eyðslan innan marka og hann var skratti duglegur. Verst var að það var alltaf að koma eitthvað fyrir. Í flestum ferðum varð ég að bjarga mér á einhverju mixi til að komast til baka. Vélin var náttúrulega töluvert öflugri en upphafleg rella og ég reif millikassapúða reglulega. Ef ég keyrði á útopnu þá mátti ég búast við að eitthvað gæfi sig og maður skriði í bæjinn með t.d. brotnar fjaðrir. En ég lærði mikið á þessum tíma.
Seinna fékk ég mér þann jeppa sem ég á núna, þ.e. Blazer K5. Hann er á 38” (breyttur fyrir 44") með 350, tregðulæsingar ofl. ofl. Hann hefur reynst mjög vel. Hann virðist svo gott sem ekkert bila. Þegar ég fékk hann þá fékk ég vægt taugaáfall við fyrstu eyðslumælingu. Eyðslan var 37 l/h!!! Ég fór yfir alla hluti og rakst þá á bensínleka hér og þar (gamlar hosur). Seinni skipti ég um allar bensínlagnir. Nú er eyðslan í kringum 22-25 l/h ef pinninn er passaður en á góðum degi er lítið mál að kíla hana upp í 30-40.
Þetta er spurning um sitthvorann kúltúrinn.
Það er rosalega skemmtilegt að spæna um á Willys en er eins skemmtilegt að ferðast á honum? Það er kannski í lagi fyrir yngstu ökumennina en ekki þegar bakið er farið að slappast :(
Súkkan er ágæt til ferðalaga en hún er samt nokkuð þröng. Ef þú ert ánægður með að vera klesstur uppvið farþegann og geta ekki tekið fullan bíl af fólki OG farangur þá er hún góður kostur.
Stóru jepparnir bjóða hinsvegar uppá að þú tekur fullan bíl af fólki, allan þann farangur sem þér hentar (og eitthvað aukalega) og það fer vel um alla. Gallinn er meiri eyðsla.
Ef ég summa það upp:
Lítill jeppi:
Kostur - ódýrt að ferðast
Ókostir - minni þægindi, verður að velja og hafna í bílinn
Stór jeppi:
Kostir - getur tekið mikið af fólki og farangri, þægindi
Ókostur - eyðsla
Svo vitum við að mismunandi bílar blómstra í mismunandi færð.
JHG