Jæja þá er komið að því gott fólk það er komin eitt stykki 6,5 GM dísel túrbó í Scoutinn. Fæðingin gekk ótrúlega hratt fyrir sig og settir voru glænýir 44“ skór á dýrið fyrst marr var í þessum breytingum, þá ákvað ég bara að skella dana 60 bæði framan og aftan.

Jább Scoutinn er frá og með þessum degi orðinn öflugast jeppi Íslands!

Ónefndur stórbóndi á margfættum amerískum trukk, hringdi í mig í dag og óskaði mér til hamingju með að hafa tekið af honum titilinn en við ákváðum að skella okkur yfir Vatnajökul saman næstu helgi og hafa hver um sig 5 Loluxa í eftirdragi bara svona til þess að leyfa Toyotu mönnum að sjá hvernig jöklar líta út ofanfrá…því þeir hafa aldrei komist uppá þá vegna aflleysis, en með okkar hjálp(Scout og 6hjóla Ford) þá býð ég hér með 5 loxa eða cruisera til þess að vera í spotta hjá mér og sjá með eigin augum hvernig jöklarnir hérna á Íslandi líta út!

Amerísktrukkakveðja, Geiri Gúrka

Áhugasamir Toyotumenn sendi mér emil = 1500Nm@hotmail.com<br><br><i>Hvort er betra að eiga Patról með ”Change Engine“ ljósi eða Musso með ”Game Over" ljósi???</i