Ef þú ert að hugsa um eyðslu þá er best að fá sér gamla upphækkaða súkku. Þær eru mjög góðir byrjendabílar. Ef þú ert svakalega þolinmóður þá kemur Hilux til greina, en þú ferð með mikið af þolimæðistöflum við akstur á svoleiðis bíl svo að hagkvæmnin verður kannski ekki mikil ;)
En hvað Fordinn varðar þá má alveg búast við því að hann geti eytt. Ef þú ert með þungann bensínfót (þ.e. hefur unun að því kíla gjöfina í gegnum gólfið) þá mátt þú búast við svakalegri eyðslu. Ef þú keyrir hann hinsvegar eins og þú værir með egg undir fætinum þá er ættir þú að geta haldið honum niðri (en hann mun alltaf eyða miklu miðað við innkaupakerrur).
Ég keyri minn venjulega frekar rólega upp en stundum langar mig til að vera með læti og þá er um að gera að láta það eftir sér :)
Í sambandi við þennan Ford þá skiptir miklu máli hvort hann er með yfirgír, beina innspítingu (líklegast ekki m.v. aldur) og á hvaða hlutföllum hann er. Ef hlutföllin eru mjög lág þá er aflið mikið EN þú verður að keyra hægar til að forðast eyðslu.
Ef bíllinn er góður, ekkert skítamix í honum og búnaðurinn vel við haldinn (og ekki alltof slitinn) þá ættir þú ekki að þurfa að vera að standa mikið í viðgerðum. Þú verður að láta skoða þetta eintak mjög vel því við erum jú að tala um 20 ára bíl sem hefur líklegast lent í ýmsu. Líklegast eru hann með 9“ Ford að aftan sem ætti að duga vel, og ætli hann sé ekki með Dana 44 að framan (sama og ég er búinn að nota í mörg ár á 38” án vandræða).
Ef ég væri þú þá myndi ég setjast niður og reikna hver rekstrarkostnaður á Fordinum gæti verið (engar bjartsýnistölur) og taka ákvörðun á grundvelli þess. Ef þú svo ákveður að prófa þetta þá ættir þú að skella Fordinum í söluskoðun.
JHG