Sílikonið var alltaf tekið af eftir ferðir. Kveikjulokið á B20 mótornum er mjög neðarlega og þéttir ekki vel (enda fólksbílamótor), hvorki gegn vatni né skafrenning. Því var nauðsynlegt að loka kveikjunni áður en farið var í túra sem útheimtu mikið vatnasull.
Ég hafði fyrst áhyggjur af því að loka kveikjunni með silikoni en mér var sagt af mönnum með áratuga reynslu að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því í smá tíma.
Á endanum leit ég þannig á málið að það væri betra að vera öruggur um að kveikjan myndi ekki bregðast mér í miðri Krossá (ég þekki það af eigin raun að það er ekki gaman að vera með dauðan bíl í Krossá) en að hafa áhyggjur af því hvort gangurinn myndi eitthvað verða verri (sem hann varð ekki).
Það var ekki um það að ræða að kveikjan í VOLVO vélinni væri ekki hrein eða partar ekki nýjir. Ég skipti um fóðringar í henni, setti ljósnemaskynjara (til að losna við platínudraslið) og skipti reglulega um þræði og líklegast óþarflega oft um kveikjulok. Ekkert af þessum hlutum getur bætt fyrir það að kveikjan er illa hönnuð fyrir vatnasull.
Ég átti þennan bíl í 7 ár og gerði þetta alltaf fyrir ferðir (og reif af eftir ferðir) og það bitnaði hvorki á gangi vélar né nokkru öðru.
Eftir að ég fór á Lettann þá hef ég ekki þurft að hugsa um svona hluti, kveikjan er bara á sínum stað og ég þarf ekkert að hafa áhyggjur af henni (miklu betri hönnun!).
WD40 er svo aðeins notað til að bjarga blautu loki, enda var þessi blanda hönnuð til að þurrka en ekki til að smyrja eins og margir íslendingar virðast halda.
Þessar aðferðir eru því ekki hugsaðar sem varanleg lausn heldur reddingar þegar ekkert annað er hægt að gera.
JHG