Jæja, ég var að spá í að fá mér jeppa í sumar og reyna að byrja eins ódýrt og ég get ( leiðinlegt að sjá eftir peningunum sínum í hobbí sem maður getur svo kannski ekki stundað einhverra hluta vegna ) Þessvegna var ég að spá í að smella mér á einvern suzuki fox á 33". Það sem ég er helst að spá í eru vélarnar í þessum bílum, ef að maður kaupir einn með volvo b20 er það þá heilmikið mál að skipta henni út fyrir einhverja sprækari rellu t.d 16 ventla saab 900 I mótor ef maður mundi finna einn slíkan á slikk.

Tölvuvert sprækari vél frá 118 hp með innspýtingu og togar að mig minnir 150 nm @ 3500.

Eða eru kannski einhverjar sérstakar ástæður fyrir því að menn eru að setja þessar b20 vélar í ?

Endilega kommentið á þetta og setjið út á , því þetta er eithvað sem ég er mikið að spá í að ráðast í :)<br><br>______________________________________
Það er <b>EKKI</b> góð hugmynd að versla við tölvulistann.

[CP] Legi
______________________________________