wrangler eru sko engir malbiksjeppar (slyddarar)… Það er gaman að segja frá því, að hægt er að fá wrangler beint úr verksmiðju með öfluga vél (4l. 190hö), dana 44 hásingar (sem eru mjög öflugar) á 32" dekkjum… og fullt af öðrum aukabúnaði, gott ef það fylgir ekki líka aukamillikassi (þ.e. lági lági gír). þessi bíll kallast rubicon, þú getur tékkað á honum á www.jeep.com, en hann kostar slatta.
Þessir bílar eru með flotta fjöðrun, sem auðvelt er að breyta þannig að hún hennti í mestu lætin, t.d. má kaupa disconnect á jafnvægisslár, þ.a. maður getur smellt þeim úr sambandi þegar maður er í actioni utan vega og þú drífur miklumeira vegna þess að þyngdardreifingin verður jöfn út í öll hjól.
Wranglerinn er fínn í snjó, og við íslenskar aðstæður algjör príma bíll, en þetta er lítill bíll, álíka pláss í honum og littlum vitara (stuttum), eða stuttum pajero… og það er líklega eini gallinn, sem er náttúrulega kostur á sama tíma.
En eins og ég segi, það er hægt að fá endalaust af aukabúnaði (notað og nýtt) í þessa bíla og það að hækka þá upp og svoleiðis er lítið mál, á eldri bílunum færðu menn hásinguna niður fyrir fjaðrir, en á nýrri bílum henda menn undir lengri gormum… Þetta eru grindarbyggðir bílar (er vitaran byggð á grind ?) sem gerir þá auðvelda í breytingum, og stækkunum.
og eitt atriði í viðbót, þessir bílar (wranglerinn) eru smíðaðir sem blæjubílar með möguleika á hardtop, og það er ótrúlega lítið mál að smella þakinu af í sólinni á sumrin, eða til að létta bílinn í vetrarferðum í snjó..
ég hljóma náttúrulega eins og sölumaður hjá ræsi, en er það ekki á bara svona bíl.. :)
<br><br>[reynir]::[reynir@reynir.net]