Sæll, heillakallinn.
Sko, þegar jeppi verður að jeppa þá er dekkjastærðin ekki nema brot af því sem átt er við. Þegar jeppa er breytt þá er verið að óska eftir því að hann sé hæfari en hann var áður í að takast á við ófærur. Ófærur geta verið margvíslegar t.d. straumvötn, sandbleyta, gljúpur sandur, hraunslóði, brattar brekkur, djúpir skurðir með brúnum hvoru megin, ár með ísskörum ásamt öllum þessum aðstæðum með snjó ofaná misþykkum, mis blautum og misþéttum.
Þegar þú hannar jeppa þá er að mörgu að hyggja. Við á Íslandi sækjumst mikið eftir að láta jeppana <i>fljóta</i> á snjó og til þess þarf stór dekk miðað við litla þyngd. Þegar þú ferðast um hálendið að vetrarlagi lendirðu gjarna í því að þurfa að fara yfir lækjarsprænur sem eru þá jafnvel til hálfs ísi lagðar og mikið frostbólgnar (þ.e. klaka brúin langt fyrir ofan vatnsyfirborðið) og þá þarftu að hafa <b>aðfalls-,og fráfallshorn</b> bílsins gleið og sömuleiðis hátt undir kvið bílsins.
Í viðbót þá er stærðin ákveðinn kostur til að koma fyrir hinum ýmsu aukahlutum s.s. auka tank, lóló milligír loftkút o.s.frv.
Ég vona að ég hafi gert mig skiljanlegan í þessum efnum en reyndin er sú að í vissum færum gætir þú á Vitöru stungið 38-44" 2.5 tonna jeppa af en þegar á heildina er litið þá virkar best að hafa dekkin sem stærst og gírunina mesta.
Kv Isan