Mig vantar góð ráð. Er á Suzuki Sidekick og var að koma að norðan um síðustu helgi. Það var svolítil snjókoma og hiti rétt undir frostmarki. Þegar snjórinn lenti á rúðunni bráðnaði hann og rétt skömmu seinna fraus hann aftur og þá sem klakastykki á rúðuþurrkunum og gerði þær ónothæfar. Virðist kannski lítilvægur vandi en fjandinn hafi það, ég nenni ekki að fara út úr bílnum á kílómetra fresti til þess að slá af þurrkunum. Tala nú ekki um ef ég ætla mér út fyrir þjóðveg 1!!
Öll ráð vel þegin.