ég er með ARB dælu, hún er að virka fínnt, tekur kanski smá þolinmæði með 38" dekk en ég er ekki með svo stór dekk. Ég nota hana fyrir loftlæsingarnar á wranglerinum, og svo að pumpa í dekk og svoleiðis… Hún er rafmagnsdæla sem hleður á lítinn kút.
held að bílabúð benna sé með ARB. Reyndar hefur verið vinsælt að setja reymadælu, þ.e. dæla sem hægt er að tengja inn á reymar mótorsins, því þær geta dælt af miklum krafti. Einnig er vinsælt að vera með dælu sem fyllir á stærri þrýstikút, með því milliskrefi ertu að ná meiri krafti, en mörgum þykir það vont að þurfa að vera með svona kút, því þeir taka mikið pláss, og eru þungir. Þ.a. þetta fer kanski bara eftir bílnum, og hvað þú ætlar að nota dæluna í.
<br><br>[reynir]::[reynir@reynir.net]