Auðvitað hefur allur pakkinn áhrif. Eins og Isan segir þá eru slaglangar vélar jafnan meiri torkarar, og góðar í jeppa, meðan slagstuttar eru fljótar uppá snúning, og henta oft betur í létta sportara.
Ef við erum með tvær vélar, önnur stór og hin lítil að rúmtaki, þá dugir ekki að auka þjöppu og þvíumlíkt til að vega uppá móti því afli sem uppá vantar. Minni vélin þarf þá yfirleitt að skila hestöflunum ofar á snúningsvæginu, og því markmiði er m.a. hægt að ná með því að skipta um knastás. Eftir þá breytingu tapast oft afl neðar á snúningsvæginu en fæst meira afl á snúning. Til að vega uppá móti því þá þarf bíll með minni vél lægri hlutföll en bíll með stærri vél.
Minn bíll er með frekar spræka 350 cid sbc (5700cc) og 4.88 hlutföll en hann er á 38“ (breyttur fyrir 44”). Á 100 km nálgast snúningurinn 3000 rpm (er ekki með yfirgír) sem er miklu meira en V8 vél þarf á að halda. Ég hef hinsvegar keyrt bíla með minni vélar sem eru á sama snúning í 5 gír og þurfa á því að halda.
JHG