Sko, mig langaði bara að vita af hverju þú vilt skipta um fjöðrunarkerfi í kagganum, Ég á svona Buggy bíl líka sem var bjalla árg 72 og keyrði hann mikið með orginal vél og fjöðrunarkerfi sem er mjög einfalt, létt og gott og bilar yfirleitt ekki nema að framfjöðrunin bogni, sem er nokkuð algent ef það er ekki styrkt með rörstífum aftur í boddíið að neðan.
En svo vildi ég meiri kraft en gamla 1300 maskínan bauð uppá svo ég keypti 2000cc loftkælda vél úr transporter sem er heldur þyngri svo ég bætti framgormum úr Volvo 240 ofan á öxlana að aftan + góðum dempurum(ekki úr vollanum)en þar sem ég held að þú ætlir að nota vél úr Subaru, hugsaðu þá út í að nota súbba gírkassann, og nöf öxla og framfjöðrun úr súbbanum og mixa það að aftan, sem er ekki svo mikið mál, sérstaklega ef þú snýrð vélinni þannig að þetta verði miðjuvél, vélin fyrir framan gírkassann, þá sleppuru við að snúa mismunadrifinu við í kassanum við þannig að þú bakkir ekki 5 gíra og 1 áfram, endilega sendu mér emil ef þú skilur ekki eða vantar einhverjar upplýsingar um VW, Ásgeir randrover69@hotmail.com