Varahluta - netverslanir
Var að velta fyrir mér hvort þið vitið um einhverjar góðar varahluta verslanir á netinu þar sem hægt er að panta varahluti í t.d. Grand Cherokee. Fann ágætis síðu á netinu (http://www.shoprus.com/caracc.html) sem er með linka á hinar og þessar varahlutaverslanir. Þar er að finna nokkrar ágætis verslanir að því er virðist, en samt takmarka nokkrar sig bara við viðskipti innan USA og jafnframt mætti vera betra úrval. Einhvern veginn fannst mér mun sniðugara að kaupa t.d. framljósið í bílinn hjá mér (glerið datt af eða hvarf í það minnst, en er að öðru leiti alveg heilt)á $45 = 3500 kr (vantar síðan flutning + vsk), í stað þess að borga 23.000 kr fyrir það hérna heima! Er ekki að fatta almennilega þetta verðlag.