Ég held að það sé ekkert sérstakt íslenskt jeppatímarit. Það væri þá helst Setrið sem er fréttablað 4x4 klúbbsins.
Hvað erlend tímarit varðar þá er þetta bara spurning um að velja rétt tímarit. Ég er áskrifandi af 4WHEEL&OFF ROAD, FOURWHEELER og OFF ROAD (fyrir utan öll fólksbílablöðin). OFF ROAD má missa sín (ég mun ekki endurnýja áskriftina) en hin eru oft fræðandi.
Upphækkun hjá kananum er mjög mismunandi. Í kringum 1990 var mikið um fáránleg kitt (sem voru ekki notuð af hardcore jeppamönnum) en þau hafa sem betur fer flest horfið af markaðnum. Kaninn er mikið fyrir stóru skjærin, alveg eins og við :)
Ég fer reglulega á www.coloradok5.com en þar er næstum því öll flóran af Blazer K5 jeppamönnum. Þar er mjög mikið af mjög fróðum einstaklingum með mjög skemmtilega bíla. Fæstir þar þurfa reyndar að hafa áhyggjur af snjó en þar eru þó nokkrir frá Canada og Alaska. Þessir kappar vita alveg hvað þeir eru að gera!
JHG