Inni í þessari kúlu er kambur, pinjón, og mismunadrifstannhjól, drifskaftið tengist pinjóninum, sem fer inní drifkúluna og snýr kambinum, inní honum er mismunadrifið sem dreifir snúningnum jafnt út til hægri og vinstri. Þannig að útkoman er 50% á móti 50% til hægri og vinstri, óháð lengd öxlanna …
Samt er pælingin þín góð, því reyndar er erfiðara að snúa lengri öxlinum því hann er þyngri, sem þýðir minna afl þar út, en það er bara svo rooosalega lítill munur, vel innan við 0,1%.
Svo eru líka til margar og mismunandi gerðir af driflæsingum sem koma þá í staðin fyrir mismunadrif eða með mismunadrifinu, diska, no-spin, loft ofl, og þær eiga það allar sameginlegt að dreifa aflinu jafnt í báða öxla, alltaf! líka undir álagi og þegar annað hjólið er jafnvel á lofti, samt snýst það með sama krafti og hitt, það gerir mismunadrifið hinnsvegar ekki, það leitast altaf við að snúa léttara hjólinu, þannig að ef annað er á lofti, þá snýst það bara en ekki hitt..
Skoðaðu:
http://auto.howstuffworks.com/differential2.htm til að sjá myndir.