Þú ættir að spyrjast fyrir á www.kvartmila.is, en ég get ábyrgst það að þar munt þú hitta á alvöru FORD menn sem geta sagt þér allt um vélina.
Í greininni “Nokkur orð um ameríska bíla” undir hugi.is/bilar fann ég meðal annars (meðal svara):
“351c er í raun ”middle block“ og er mun meiri ”sleggja“ heldur en 351w.
351m er nýrri útgáfa af 351c (man ekki hvenær nöfnin breyttust) og er í raun mjög svipuð og 351c.”
“351M og 400M… M stendur fyrir Modified….ekki Marine”
“351M blokkinn er hærri en 351C blokkin, M-blokkin er með 9.5 dekkhæð en 351C með 9.2. Eins eru 400M og 351C sama vélin, nema að það er annar sveifarás í 400”
Ef það er rétt að 351M sé sama og Cleveland blokkin þá er það þrusu vél. Ég hef samt grun um að þú verðir að hafa aðeins meira fyrir að koma henni niður en ef þú hefður fengið þér 351W. En hvað leggur maður ekki á sig fyrir öflugri mótor :)
JHG