S. Fjallabaksleið
Skruppum á 3 bílum út úr bænum á laugardeginum og ætluðum að kíkja á S. Fjallabaksleið. Okkur til mikillar furðu vorum við komnir í snjó um leið og við vorum komnir í gegnum Tröllagjánna og þegar við vorum komnir upp fyrir Einhyrning þá voru komnir skaflar sem þurfti að troðast í gegnum. Eftir smá spól og bakk vorum við komnir á þessa líka dýrindis snjóbreiðu og var ekkert annað að gera en að slá í fákanna og geysast yfir. Þegar við nálguðumst Hvannagil þá komum við að lækarsprænu sem hefði kostað okkur mikinn mokstur og mikinn tíma að komast yfir þannig að það var ákveðið að snúa við enda klukkan að verða hálf 6. Snildar ferð og það vantaði í sjálfu sér ekkert nema vélsleða til að toppa þetta.