Sem Blazer K5 eigandi þá verð ég að segja að auðvitað er Blazerinn betri ;)
Stóri Blazer og stóri Bronco eru mjög svipaðir bílar. Hlutir eru oft (ekki alltaf) ódýrastir í chevy en það geta aðrir þættir vegið upp á móti.
Þú þarft í raun að skoða hvorn bíl fyrir sig.
1) Eru þeir breyttir? Það getur verið dýrt að breyta jeppa og oft hagkvæmara að kaupa þann sem þegar er búið að breyta (svo framarlega sem það hefur verið vel gert)
2) Hvaða hásingar eru undir þeim? Ég veit ekki hvað er undir Fordinum en Blazerinn (frá þessum árum) er líklegast með 10 bolta að framan og aftan (sem er ekki það sterkasta sem þú getur fengið) nema búið sé að skipta um hásingar. Fordinn gæti verið með 9“ að aftan (sem er mjög gott) en hef ekki hugmynd um framhásingu. Bíll með sterkari hásingar fær að sjálfsögðu stórann pús!
3) Sjálfskipt eða beinskipt? Ég myndi velja sjálfskipt í V8 jeppa.
4) Ef sjálfskipt, er skiptingin með yfirgír? Það munar miklu í eyðslu ef skiptingin er með yfirgír. Snúningur fellur oft um ca. 30% og buddunni líður betur. Blazerinn er þá líklegast með TH700R4 (með yfirgír) en þær voru styrktar eftir 1986. Með góðum kæli á hún samt að vera í góðu lagi. Líklegast er Bronco frá 1980 með þriggja þrepa án yfirgírs (C4 eða C6).
5) Hvaða V8 er í bílunum? Ef það er orginal vél í Blazernum þá er hann líklegast með 305 (held að það hafi verið eina V8 bensínvélin í boði þetta ár). Það eru samt góðar líkur á að einhver hafi sett eitthvað stærra ofan í húddið. Fordinn gæti verið með 302 eða 351 og ég held að big block mótorar hafi fengist í 1980 Bronco (460 :).
6) Hvaða hlutföll eru í bílunum? Eru þau hagstæð fyrir þá dekkjastærð sem þú ætlar á?
7) Læsingar?
8) Hvernig er boddýið? Boddývinna getur verið mjög dýr og að ég tali nú ekki um hvað hún er leiðinleg.
Eini gallinn sem ég veit á Blazernum er að grindin á það til að brotna við stýrismaskínuna þegar stór dekk eru komin undir og enginn er stýristjakkurinn. Það á nú ekki að vera stórt mál að laga það en þú ættir að kíkja á þetta.
Ég þekki ekki Broncoinn eins vel en það getur vel verið að sama vandamál hrjái þá.
Gangi þér vel,
JHG
1981 Chevy Blazer K5 Silverado,
350 cid/TH350 (án yfirgírs),
NP208, Dana44/12 bolta, 4,88:1, tregðulæsingar fram og aftur,
38” en breyttur fyrir 44",