Eyðslan fer töluvert eftir ástandi vélar og skynjara sem henni fylgja.
Pabbi á Grand Cherokee 1993 sem eyðir örugglega langleiðina 20 l/hundraði í bæjarsnatti en fer niður í 11 í langkeyrslu.
Bróðir minn á ~1988 módel sem eyðir um 18 í blönduðum akstri en hún er keyrð yfir 200 þús kílómetra, án mekanískra vandamála. Hans bíll er reyndar með slöppum TPS skynjara sem getur valdið aukinni eyðslu, en nýr skynjari kostar um 14 þús kr.
Þessi vél er þekkt fyrir að endast vel en hún var víst upphaflega notuð mikið í leigubíla.
Aflið er þokkalegt (fer reyndar svolítið eftir útgáfum og ástandi) svo það ætti ekki að vera ástæða til að skipta henni ú þessvegna.
Pabbi á ´94 módel og hann fer ekki undir 22 lítra í bænum og ca. 13 úti á landi. Cherokee kom með innspítingu ´87 en blöndungsvélarnar ættu að eyða ennþá meira. Upphaflega voru þessar vélar í Rambler (1960-1970)og hef ég heyrt af bílum sem hafa verið keyrðir 300 þús.án vandræða. Annars eru þetta mjög skemmtilegar vélar og það er vel þess virði að reka þær. 200hö. í jeppa sem er 1500kg.
Það er alveg einkennileg hönnun á þessum vélum, eins og þær eru góðar þá er hönnunin asnaleg. pústgreinin og soggreinin skrúfast á sömu megin. Svo er alveg orðið tímabært að þessir bílar fari að koma með fjölventla vélum. Fínt afl í þessum vélum en ef maður skoðar það í hlutfalli við rúmtak eru þær gjörsamlega máttlausar.<br><br>– <a href="http://foo.is">foo</a
Þetta með pústgrein og sogrein er nú ekki alveg óþekkt. B20 var með þetta svona og eflaust margar fleiri. Auðvitað er best að vera bara með V-vél og þurfa ekki að hugsa um þetta ;)
Hvað fjölventla dæmið varðar þá er það töluvert dýrara í framleiðslu, fleiri hlutir til að bila og margir ókostir við það. GM valdi t.d. að gera LS1 ekki fjölventla en LS6 (sama grunn vél) er búin að ná LT5 með miklu minni kostnaði plús að umfang hennar varð minna. Vetta með LT5 kostaði ný yfir 60 þúsund dollara (snemma á 10 áratug síðustu aldar) meðan að vetta með LS6 kostar 10 árum síðar um 50 þúsund.
Eins og við jeppamenn vitum þá eru hestöfl ekki allt, og með því að vera ekki að þvinga fram mörg hestöfl á háum snúning heldur beina orkunni að lægra snúningsvæginu þá kemur oft út vél sem er hentugri í jeppa.
Bíllinn er á nokkuð háum hlutföllum en á 100 kílómetra hraða er bíll bróður míns á ~1700 rpm. Ef yfirgírinn er í kringum 0,7 þá eru hlutföllinn einhverstaðar á milli 2,7-3,0. Þú getur því ímyndað þér upptökuna ef hann væri kominn á svipuð hlutföll og margir þessi bílar sem eru með fjöldann allan af hestöflum en lítið afl/tog á lægra snúningsvægi.
Það er ekki hægt að vita hver eyðslan er nema að vita hvernig á að nota bílinn. Ég er búinn vera með minn frá 89 í margskonar akstri og hann eyðir litlu á langkeyrslu en getur líka eytt mikklu. Hér er slóð á F4x4 þar sem við eru að spjalla um þessa vél og breytingar á henni, reynslusögur um eyðsluna eru þarna líka.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..