Fréttin í DV á þriðjudaginn er mjög góð og lýsir slysinu alveg hreint brilliant vel. Besta fréttin hingað til! Málið er að það voru fimm manns í jeppanum. Stelpan var ekki kærasta ökumannsins heldur vinar hans og sátu þau bæði í aftursætinu. Stúlkan átti í fyrstu í erfiðleikum með að komast úr beltinu en festist svo á leiðinni útúr jeppanum, þ.e.a.s. á milli afturhurðarinnar og jeppans. Kærastinn hennar var kominn í vatnið en greip í jeppan þegar hún kallaði á hjálp og fóru með bílnum oní vatnið þar sem honum tókst að opna hurðina betur og dróg kærustuna út og uppúr. Vinur þeirra sem sat í aftursætinu hjá þeim fór útum afturrúðuna hjá sér en festist er hann var hálfnaður út. Fór ofaní með jeppanum og tókst svo að losa sig. Hann kom upp undir íshelluna hliðiná vökinni, festist en var fljótur að finna vökina og dró sig úr vatninu. Bílstjórinn kom sér útum framrúðuna og slapp tiltölulega vel en var soldinn tíma í vatninu. Fimmti vinurinn, sem sat í framsætinu hjá bílstjóranum, stökk útum afturhurðina sem kærasti stelpunnar hafði opnað. Sá fimmti komst einna best frá þessu slysi þar sem hann var vel klæddur eftir að hafa vígt snjóbrettið sitt fyrr um daginn en snjóbrettið og skórnir urðu eftir í jeppanum.
Jeppinn endaði á 10 m dýpi, á hvolfi, en í gær var hann seldur og kaupandinn sá sjálfur um að koma honum á þurrt.
Eftir hremmingarnar þurftu þessi fimm ungmenni að labba, hlaupa og skokka 2 km til næsta bæjar þar sem öruggt var að e-r ætti heima. Þar var svo hringt á hjálp og ungmennunum sinnt!<br><br>What the…? Who the…? Why in the…? Well, this just has to do!
I imagine there will only be 2 things that will survive a nuclear war: Keith Richard and bugs! Keith:“Where is everyone? … I saw a bright light and thought we were on!”
“The impossible is possible!” -<a href="
http://kasmir.hugi.is/dengsi">dengsi</a