Sæll Blitz.
Pabbi átti í meira en tíu ár Rocky, kom nýr á götuna 87, með 2 lítra bensínvél. Pabbi lét setja fjaðrirnar ofan á hásingarnar, og keyrði svo lengi á 31 tommu dekkjum, og fór mjög margt á honum þannig. Stór kostur við þennan bíl var að það var nánast ómögulegt að festa hann, og ef það gerðist, þá var nóg að hreinsa frá hásingunum, og þá var hann laus. Einnig hafði hann töluvert flot, þegar búið var að hleypa úr.
Sem sagt ég get alveg mælt með Rockyinum, og það virðist vera sterkur drifbúnaður í honum, því að aldrei brotnaði neitt hjá pabba, þó svo að hann væri að þvælast í ýmsu, og leyfði mér stundum að prófa líka, og ég var nú ekki altaf nógu mjúkur, að taka af stað.
Kveðja habe.