Þannig er mál með vexti að það er komið nýtt aukahljóð í bílinn hjá mér. Það heyrist eingöngu í hröðun á milli 40 og 75 km hraða. Það byrjar sem daufur víbringur og magnast síðan upp þar til það hverfur skyndilega við 75km hraða. Þetta er ekki svona víbringur eins og er í dekkjum heldur virðist þetta koma úr aflrásinni einhversstaðar. Ég veit af lélegum hjöruliðskross sem þarf að skipta um en ætti þá ekki að vera víbringur allan tímann ef honum væri um að kenna?
Getur þetta verið skipting eða millikassi?<br><br>Daðmundur hinn spaki