Hef nú ekki prufað svona tæki sjálfur en hef fylgst með honum í snjó. Það er nú ekki hægt að segja að hann hafi komist mikið. Auðvitað fer það nú eftir mjög mörgu (ökumanni, gæði dekkja o.fl.) en ég held að hann sé nokkuð þungur að framan enda með 4l i-6 vél. Þótt að eiginþyngd sé bara tæp 1400 kg þá er nokkuð af því í vélinni. Allavega fannst mér þessi sökkva mikið að framan.
En þetta er nú kanski ekki alveg að marka því að það var ekkert búið að hleypa úr dekkjunum, né var þetta mjög skemmtilegt færi.
En ég og félagi minn fórum nú talsvert meira á susuki Vitara á 30" dekkjum (aðeins úrhleyptum).