ég er með ford bronco ‘73 og þegar ég reyni að starta bílnum þá sjóðhitnar eitthvað lítið stykki sem er á milli rafgeymisins og startarans (við erum að tala um það að stykkið verður rauð-glóandi og það rýkur úr því)
ég er með bók um bílinn, og þar er þetta stykki nefnt ’relay' eða ‘starter relay’
rafgeymirinn í bílnum er ekki eins og best verður ákosið, og ég veit ekkert hvort hann hefur eitthvað að gera með að þetta stykki hitni, en ef einhver hérna getur hjálpað mér með þetta, og sagt mér hvað þetta stykki gerir… þá væri það alveg magnað!