En ok, þetta er orðað svona: kellurnar (ekkert sérlega fallegt orð….) heima eða með?
Sjálf tók ég þessu ekki sem með í einhverja ákveðna ferð, heldur bara almennt. Ég er ekki að reyna að fá fólk á móti mér hérna, þvert á móti, og ekki heldur að fullyrða að allir karlar og strákar séu karlrembur bara út af einnu commenti eða könnun! því ég veit alveg að svo er ekki. Mér finnst þetta bara fúllt að þetta skuli hafa verið orðað svona, þar sem ég er kanski ekki ein um að skilja þetta sem að fara með í ferðir almennt.
Ég verð bara fúl að sjá svona……. ef það að láta okkar skoðun í ljós, er ekki rétta leiðin að jafnrétti, hvað er það þá?
Þótt ég sé nú ekki svo mikið að spá í að ná neinu jafnrétti hérna og hefði hvort sem er ekki getað farið með í þessa ferð sem var verið að tala um, því ég er ekki með bílpróf (!) ´þá hef ég samt ógeðslega gaman af því að fara með pabba og stjúpmömmu minni í jeppaferðir eða í rallíið!
Ég held (ég HELD) bara að síða eins og td. jeppar eigi það til með að hræða stelpurnar soldið burt, því þær eru hræddar um að láta vaða yfir sig. Karlar geta verið jafn frekir og ógnvekjandi og konur! :) ég hef nú samt ekki neina tölu á því hversu margar stelpur eru með þetta sem áhugamál á huga.
En allavega, sorry margoft ef þetta fór ílla í suma, vildi bara segja mitt! :)
Virðingarfyllst, Ásta