Það er gormafjöðrun er það ekki?
Þá þarftu klossa undir gormana trúlega til í hafnarfirði MAX 2“, lengingar á demparana og sennilega leiðréttingabúnað á þyngdarleiðréttingabúnaðinn fyrir bremsurnar og sennilega einhverja brettakanta ef það eru ekki orginal kantar.
Klossarnir eru sennilega á u.þ.b. 5-10 þús, demparabúnaðurinn 100-200 kr og bremsujúnitið 500-1000 kr og fást allstaðar í bílabúðum.
Þú þarft að fá lánaðar gormaklemmur til að pressa gormana saman meðan klossarnir fara undir þá en það er stundum líka hægt að losa demparana og lyfta bílnum nógu hátt til að það myndist pláss fyrir klossana.
dempara lengingarnar eru samsettar úr langri ró og snitttein og virla þannig að festingar demparanna eru færðar neðar til að sundurslagið skemmi ekki demparana. það er líka hægt að fá lengri dempara en það er svoldið dýrt.
Bremsu leiðréttingin er stöng sem segir afturdælunum til um hleðslu bílsins og það þarf að færa hana niður til að átakið sé að sama meðan bíllinn er tómur.
Kantarnir eru sennilega dýrastir ef þá vantar en kannski séns að finn þá af bílum sem hafa farið á 33” dekk.
Þá er bara eftir að fjarlægja allt óþarfa plast og berja til járn, ryðverja og klæða af hurðarlamir og þá ertu tilbúinn á fjöll.
Ég hef pínulítið potað í breytingar á Vitöru en er svosum enginn gangandi gagnabanki um þær en hef ekki trú á að þetta sé mjög flókin aðgerð.
Ég hinsvegar veit af eigin reynslu að þú skalt skoða málið vel hvað þetta kostar og hvað 33“ breyting kostar. Ég á gamlann trooper og byrjaði á 33” en það var bara ekki nóg svo að ég er búinn að breyta honum aftur fyrir 35“. Fyrri breytingin kostaði 2500 kr + dekk en seinni 40 þús + dekk.
Vítara á 33” er fjallajeppi og það kostar kannski ekkert mikið meira að breyta honum svoleiðis.
upphækkunarsett ca. 10.000kr. breyting á samsláttarpúðum = hugvit og smáaura, brettakantar = dýrir, breiðari felgur = möguleiki á ódýrum og ýmist föndur og frágangur = telur einhverja peninga og bundið að því hversu pjattaður þú ert en samanlagt gerir þetta fullbreyttann fjallabíl með mikið flot góða fjöðrum og samkeppnisfær við LC á 35“ og hummer á 38” (miðað við töflu www.utivist.is um hæfnu jeppa í ferðum)
Kv Isan