Ég er búin að setja gorma að aftan og framan, færði framhásinguna fram um 12 cm og þá aftari aftur um 18 cm. Hlutföll lækkuð (4.56), loftlás að framan og tregðulæsing að aftan. Er að smíða aukarafkerfi. Það sem eftir er er að tengja kælir fyrir skiftinguna, smíða festingu fyrir drullutjakk og skóflu og smíða box aftan á hlerann fyrir spotta og loftslöngu. Einnig stendur til að setja 2 litlar túrbínur á vélina þegar tími gefst. (vonandi klárt fyrir næsta vetur).