Það er kannsi ekki erfiðast að velja form upphækkunnar eða skera úr. þegar þú setur svona stór dekk þarftu að skera úr boddyinu og finna brettakanta við hæfi miðað við offset og breidd felganna sem þú ætlar að nota.
Þegar þú skerð úr þarftu að passa að bíllinn missi ekki styrk úr bodyinu með því að ganga vel frá sárinu með suðum og síðan ryðverja ALLA járnhluti vel.
kostnaðarhlutarnir eru í aukabúnaðinum sem breytingunni fylgja.
á svona stórum dekkjum þarftu sennilega að breyta hlutföllum sem eru dýr og það þarf færa aðila með tilheyrandi mælitæki til.
í 38“ jeppum eru læsingar í hásingarnar sjálfsögð mannréttindi og það er frekar dýr búnaður svo þarftu hraðamælabreytingu unna af löggiltum aðila, þá þarft loftdælu, drullutjakk, járnkall, dekkjaviðgerðasett, spil, þokuljós, vinnuljós, síma, talstöð, gps tæki og fleira og fleira. Það er líka spurning um hvort það sé þörf á að færa afturhásinguna.
Galdurinn er að átta sig á öllum þessum aukaútgjöldum og hvað þú vilt hafa í jeppanum þínum miðað við hvað þú vilt draga mikið úr bílnum í notkunn bæði á hálendi og í Hagkaupssnattinu.
Ég breytti trooper 92 fyrst fyrir 33” og síðan 35“.
33” breytingin var einföld bara lengt í fjaðrahengslunum að aftan og flexitorarnir skrúfaðir upp að framan. Breyting kr 2500 kr. með vsk.
35" breytingin var heldur meira dæmi en þá setti ég 6 cm klossa milli grindar og yfirbyggingar og skrúfaði hann aftur niður að framan.
Bíllinn er ótrúlega duglegur í snjó enda ekki nema 1700 kíló heild en það sem vantar eru þessir dýru hlutir eins og hlutföll og læsingar. Reyndar er trooperinn minn með lægra lágtt drit en nýju bílarnir sem hjálða honum helling í ófærum en 1 gírinn á Laugavegsrúntinum er alltof hár.
Ráðið er að skoða dæmið til enda til að það komi ekki á óvart þegar þú ert byrjaður.
Gangi þér vel, það væri gaman að sjá myndir af breytingunni og síðan bílnum fullbreyttum.