Humm ég er á Ford Bronco “74 8 cyl 302 cid sem er að skila ca 300 hö á ca 3500-4000 rpm. Vélin var tjúnuð af mér og vini mínum. Sett voru hedd af 289 Ford sem voru portuð og ventlasætin rúnuð. Settir voru fljótandi undirlyftur og blokkin boruð aðeins út og settir flatari og hærri stimplar. Sveifarásinn kemur úr 69” 289 ford og svo voru styttri stimpilstangir settar til að getað notað þessa stimpla. Volgur knastás var settur og síðan Edelbrok milli hedd með 2 4 hólfa 360 cfm Holley blöndungar og útbúnaði fyrir Co5. Orginal kveikja en með electrónískum magnara. Tvöfald 2,5“ pústkerfi og engar flækjur, og þær verða ekki settar. 260 ltr bensíntankar. Dana 44 framan ólæst og 9” ford að aftan með NoSpin, 32 rillu öxlum 4.56 drifum. Bíllinn er á 36" dekkjum og vegur 1940 kg. Í bílnum er GPS. CB. VHF. LapTop. NMT. og einhvað fleira rafmagns drasl. 4 kastar eru framan á honum, tveir að aftan á þakinu og einn á sinnhvorri hliðinni. Milli kassinn er Dana 20 73módel með breittri niðurgírun á lága og gírkassi er 3 gíra ford, en er að breitast í C4 3 gíra auto með stærri túrbínu og stærri olíukæli. Loftdæla er reimknúin og sér hún 2 loftpúðum, loft kút ( sem er undir bílnum ) og öðru fyrir lofti. Tvöfalt dempara kerfi að framan og stýristjakkur, Ranco dempara og síðan Koni að aftan. Stífugúmí eru með littlum halla til að rétta af spindilhalla. Bíllinn liggur vel í allri keyrslu og er ekkert rosa þungur á fóðri. humm man ekki eftir fleiru sem vert er að seigja frá. Jú þessar breitingar eru búnar að þróast og verða að veruleika síðustu ca 10 ár´. Vorum ca 1,5 ár að gera vélina að því sem hún er í dag. So ppl take ur time to do this