Jæja. Nú var ég að uppgötva það að svokallaður hjöruliðskross hjá mér er að gefa sig. Er hægt að skipta um svona dót án dýrra verkfæra og hvar fæ ég svona hjöruliðskross?
Ég er á nánast original Ramcharger 85 árgerð. Er á 32" dekkjum og ekki búinn neinskonar driflæsingum svo ég viti.
Gerir einhver þetta fyrir lítinn pening?<br><br>[SPD]Séra Jón
Þetta er ekki flókið, þú getur fengið þessa krossa í Fálkanum eða Stál og Stönsum (og eflaust fleiri stöðum).
Ef það er kross í drifskafti þá er þetta mjög auðvellt, ef hann er hinsvegar í öxli þá verður þú að rífa hann úr til að skipta (sem er í sjálfu sér ekki heldur flókið en heldur leiðinlegt).
Fáðu einhvern handlaginn með þér (yfirleitt best að pína ættingja), þeir af eldri kynslóðinni hafa all flestir gert svona áður. Þú þarft góðan hamar (nema þú eigir pressu) og topp sem þér er illa við :)
Það sem mér finnst leiðinlegast við þetta það er að ná helv… splittinu í driflokunni úr (stundum ná ég því strax en ef ég er að flýta mér þá er ég alltaf lengi að því).
Ef þú treystir þér ekki í þetta þá er annað hvort að hafa samband við verkstæði (eins og Fjallabíla Stál og Stansa, mæli með þeim) eða auglýsa eftir aðstoð gegn greiðslu á t.d. www.kvartmila.is.
Það fer mun betur með nýja krossinn að nota skrúfstykki til að setja hann saman og nota þá topp á milli baulunar og skrúfstykkisins. En ef allt þrýtur þá er það bara gamla góða sleggjan eða slípirokkur.
ég lenti í því einu sinni að krossin gaf sig á eitthvað yfir 100km hraða búmm! og svaka læti síðan þegar ég stoppaði lágu pústin undan bílnum og drifskaptið lá á götuni lengst í burtu :)
Fínt að nota líka splitti töng og ekki gleyma að setta feiti á koppinn og mundu að það er bara eitt slag með sprautunni.<br><br>Irc: Sir-Otis [.Thunder.]Sir-Otis
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..