Um daginn þegar ég var að þvælast á AK. þá stal ég mér bækling um LC-70 og ég varð þvílíkt hissa þegar ég las þennan bækling… þessi bíll er nánast tilbúinn á 38“ orginal ( auðvitað fyrir utan að skera, hækka og sollis )

Þetta er STAÐALBÚNAÐUR :

100% driflæsingar að framan og aftan
Heil hásing að framan m/gormafjöðrun
Heil hásing að aftan m/fjöðrum
Fljótandi Öxlar, sem skila miklu betri endingu
Krómað grill, stuðarar og hurðarhúnar
Stigbretti
Geislaspilari
og margt fleira sem þú þarft venjulega að kaupa sem aukahlut í græjuna þína….

Vélin er 4,2 lítra, 8 ventla og skilar 130 hp á 3800 en 285 Nm á 2200 sem er nokkuð gott bara…..

Þessi bíll er alveg suddalegur á 44” og björgunarsveitin súlur á einn svona og ég veit ekkert til að hann hafi reynst þeim illa…

Endilega komið með reynslusögur af þessum bíl og ef ég er að fara með einhver rangmæli þá megið þið leiðrétta mig….