Nú síðustu tvö eða þrjú ár hefur Krossá alltaf runnið í sama farvegi við Langadal. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst ekki eins spennandi að fara yfir Krossá núna og áður því nú veit maður alltaf hvernig hún er (fyrir utan vatnsmagn). Veit einhver ykkar af hverju áin breytir farvegi sínum ekkert? Ég hef heyrt að henni sé haldið óbreyttri með stórgrýti, einnig hef ég heyrt talað um að þeir (FÍ) láti fikta aðeins í farvegi árinnar á hverju vori. Er eitthvað til í því sem ég hef heyrt? Þar sem aurar Krossár ná frá Langadal og næstum því að Álfakirkju (á breiddina) Þyrftu einhverskonar framkvæmdir að vera mjög viðamiklar. Í rauninni allt of dýrar og viðamiklar til þess að FÍ gæti látið vinna að þeim. Að mínu mati eru því aurar Krossár allt of breiðir til að FÍ geti látið beina ánni í ákv. farveg. Það sem mér finnst líklegast er að áin hafi grafið svona góðan farveg í stóru hlaupi og hafi því runnið þar síðan. Veit einhver um stórhlaup í Krossá síðustu þrjú ár? Vonast eftir áliti sem flestra.

-WILLIS-