Sælir.

Ég á '89 S-10 Blazer á orginal dekkjum en er reyndar hækkaður um 1-2“. Ég fékk nú ekki að prófa hann mikið í snjó enda veit ég að hann gerir enga svaka hluti þar. En ég hef mikin áhuga á að ferðast á honum í sumar og þá var ég að spá í Þórsmörk. Kemst ég á honum yfir þessar ár, eins og Krossá (er hún ekki stærst? ). Hvað þyrfti ég að gera við bílinn til að búa hann undir svona vatna sull?

Einnig þætti mér gaman að heyra frá einhverjum sem hafa breytt svona bílum, þ.e. hækkað þá og sett á 38” eða svipað. Hvernig eru þeir að virka með þessum breytingum? Er dýrara eða erfiðara að breyta þeim en öðrum, t.d. toyota? Hvernig standa þeir sig miðað við aðra?

Með von um smá fræðslu.

Einar.