Þetta tók ég af Arctic Trucks heimasíðunni um að við eigum að virða landið okkar. Maður sér alltaf oft að jeppamenn fara yfir tré og grös og allt og skemma það þannig með förum. Mér langar bara að biðja ykkur um að virða landið það gera allavena almennir jeppamenn.
Yfir sumartímann er mikilvægt að halda sig á slóðum sem frumkvöðlar í
jeppamennsku og bændur hafa lagt í áranna rás. Tilfellið er að
slóðakerfi Íslands er það viðamikið og fjölbreytt að engin þörf er
lengur á nýjum slóðum. Hægt er að aka nánast hvert sem er og kynnast
síbreytilegum aðstæðum á vegaslóðum. Í þeim tilfellum sem slóði endar
en framundan bíður áhugaverður staður þarf yfirleitt ekki nema
stuttan en hressandi göngutúr til að ná markmiði sínu. En á sama tíma
þarf að gæta þess að slóðar fyrnist ekki. Þess vegna er jafnframt
mikilvægt að halda þeim við og aka reglulega.
Yfir vetrartímann, þegar snjóþekja liggur yfir landinu, ríkir meira
frjálsræði í akstri. Þá er lítil hætta á gróðurskemmdum. Þó þarf að
gæta sín á þunnum snjó og snjóaleysi, einkum síðla vetrar og snemma
vors. Þá er ráðlegt að fylgja slóðum. Á vorin gefur Vegagerð ríkisins
út kort með yfirliti yfir lokaða vegi sökum aurbleytu. Þær lokanir
ber að virða.