Ég held að þyngdaraukningin sé nú orðum aukin nema í öflugustu fjallatækjum. Það er sjaldgæft að það sé skipt um kram í þessum bílum þannig að þyngdaraukningin skýrist af þyngri dekkjum, en það er örugglega innan við 100 kíló (ég veit svo um fólksbíla með græjur í skottinu sem vega hátt á hundrað kíló).
Svo eru sumir búnir að auka tankarými verulega sem veldur aukinni þyngd í skoðunarvottorði (þar sem að það á að vigta bílinn með fulla tanka) en venjulega eru fáir lítrar í þessum töknum (nema í ferðum).
Margir hér á landi klippa vel úr brettum til að koma stærri hjólum undir og eitthvað léttist bíllinn við það (þó það sé kannski ekki mikið).
Blazerinn minn (K5) er 2.260 kg, hann er breyttur fyrir 44“, á 38” dekkjum og byggist hækkunin á smá boddýhækkun og mikilli úrklippingu. Vél- og drifbúnaður er orginal að ytra birði þó að það sé búið að peppa upp vélina, lækka hlutföll og setja í hann læsingar. Í mínu tilfelli er þetta því eins og hjá flestum, þyngdaraukningin er í dekkjunum og að einhverju leiti í stærri tank. Þegar ég fer í ferðir þá er þyngd bílsins hinsvegar miklu meiri og skýrist það af nesti o.þ.h. :)
Hinsvegar er það rétt hjá þér að það er eðlilegt að huga að bremsum við breytingar. Það getur m.a. þurft að stilla af bremsukrafta milli fram og afturhjóla þar sem að þyngdardreifing bílsins er öðruvísi og jafnvel mætti setja stærri diska ofl. því bíll bremsar aldrei of vel ;)
****
Ég er sammála því að fréttir í fjölmiðlum gefa oft ranga mynd af því sem er að gerast. Með því að segja jeppi þá hugsar fólk alltaf um þungan fjallajeppa meðan oftast er um jeppling að ræða og því í raun um árekstur tveggja fólksbíla.
Það er ekki skrítið að “jeppar” séu oft í árekstri núorðið miðað við þessa skilgreiningu, er ekki RAV4 söluhæsti bíll á Íslandi? Ef Rav4 lendir í árekstri við annan fólksbíl þá er nokkuð víst að það yrði fjallað um það sem jeppi lenti í árekstri við fólksbíl.
Það væri gaman að fá tölur yfir hve mikið hlutfall af bílum á skrá eru “jeppar” miðað við skilgreiningu fjölmiðla.
JHG