Var rétt í þessu að koma inn úr dyrunum úr ferð á Mýrdalsjökul og Eyjafjallajökul, og ætla nú að segja sögu..
Rúlluðum úr bænum um tvö leitið, stefnan var tekin á Mýrdalsjökul farið var hjá Sólheimakoti upp á Sólheimaheiði, en þar á sumrin er hægt að fara í vélsleðaferðir, og þar vann ég eitt sumar, þetta var því eins og koma heim, að sjá gamla skálann sem ég bjó í eitt sumar, margt gekk á það sumar og það rifjuðust margar minningar sumar góðar aðrar slæmar.
Besta leiðin er að fara ofan í gil vestan megin skálann og upp úr því á jökulinn, taka svo strau vestur jökulinn áleiðis að Sólheimajökli og beygja svo til hægri beint upp. Þetta á að vera sprungufrí leið og er hún það nema kannski ágúst september.
Svo er bara keyrt upp á hájökul, maður er þá í c.a. 1300m hæð og mældist þá 21 stiga frost, auk þess að það var talsvert rok. Mér var mál að míga og lét ég vaða, djöfulli óþægilegt þegar frostið rífur í sprellan, örugglega eins og troða vininum í kínverska “one way trap”.
Héldum við svo áfram, ég þóttist vera eitthvað staðkunnugur og fannst eitthvað skrítið, þá fattaði ég það, við vorum ofan í helv. sigkatli, ég sagði við bílstjórann hvað mér sýndist og var hann þá einmitt að spá í því sama, þá heyrðist í talstöðinni frá fyrsta bíl “strákar ég held ég hafi keyrt með ykkur ofan í sigketil”.
Það er reyndar kominn ágætis snjór þarna svo þetta kom ekkert að sök. Brunuðum við þá á Goðabungu 1620mys að mig minnir. þar þurftum við að hinkra eftir 3 bílnum sem lagði af stað seinna úr bænum. Eftir smá stund hringdi hann og sagðist vera í vandræðum með framdrifið og vera fastur, fórum við þá til baka og losuðum hann og tékkuðum á framdrifinu, sennilega drifloka brotinn, kannski öxull eða, ósennilega drif, hann þurfti að snúa við og fara í bæinn á afturdrifinnu.
Við héldum svo áfram, þessi dítúr tók rúman klukkutíma og var klukkan orðin hálf átta.
Keyrðum upp á Goðabungu aftur renndum okkur niðrá Fimmvörðuháls, komum við í nýja skála, og svo beint upp á Eyjafjallajökul. Keyrðum að Hámundi (1650mys).
Við Goða-/Guðnastein stoppuðum við pínu, vorum að þvælast þarna vikunni áður stoppuðum því ekkert lengi og renndum okkur því niðraf jöklinum.
Frábært norðurljósasjóv tók við okkur í jökuljaðrinum og var pumpað í þar, í nístingskulda.
Nokkuð góð ferð hart færi en þó með mjúkum og griplitlum pyttum, nokkuð óslétt og lítill snjór fyrr en komið er á jökul.