Í gær fórum ég og faðir minn í stutta dagsferð ásamt félaga okkar til að leika okkur aðeins í snjónum. Það er skemmst frá því að segja að snjórinn hér fyrir sunnan er nánast enginn og auk þess hundleiðilegur þar sem hann er alveg nýr. Eftir frekar leiðinlegan dag ákváðum við því að halda uppá Flúðir og gista þar um nóttina hjá bróður pabba. Á bílnum okkar var drullutjakkur aftaná, skófla á toppnum og dýrt spil að framan.
Þegar við vöknum í morgunn er svo drullutjakkurinn horfinn og ekkert hefur til hans spurst! Hver í andskotanum stelur drullutjakk? Og af hverju bara honum þegar dýrari hlutur er á bílnum? Mér finnst þetta vægast sagt ósvífni og maður veltir fyrir sér í hvers konar heimi við búum þegar maður fær ekki einu sinni að hafa hluti í friði heima í innkeyrslunni hjá sér…
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _