Mar á ekki til orð ! ! Helgin 8. - 9. desember 2001

Ég fór í jeppaferð um helgina sem endaði með ósköpum, þannig var að við fórum á 2 jeppum, ég á mínum og bróðir minn á sínum við ætluðum að fara í Setrið en það gekk ekki upp, við byrjuðum á því að fara í Árbúðir á föstudeginum og á leiðinni þangað var mjög slæmt skyggni og ég festi mig illa rétt við Grjótá þar esm ég sá ekki veginn og keyrði út fyrir hann í vitlausa átt, við vorum í einn og hálfan klukkutíma að moka okkur upp en 8 jeppar á vegum Ferðaklúbbsins 4x4 keyrðu framhjá okkur og hjálpuðu okkur ekki þrátt fyrir að við höfðum blikkað þá á fullu til að reyna að fá þá til okkar, þegar við komum í Árbúðir voru þessir bílar þar og var ekki pláss fyrir nema 2 menn í viðbót sem ég tel ekki rétt það hefðu alveg allir geta komist fyrir þarna, við vorum 4 þannig að 2 þurftu að sofa í bílnum en það var nú sosem allt í lagi, við vöknuðum svo um klukkan 9 og þá var stefnan tekin á Hveravelli til að fá olíu, en það var erfiðara að fara þangað en við héldum við vorum ekki komnir fyrr en á miðnætti þangað og ákváðum að gista þar, við töluðum við skálavörðinn og hann sagði okkur að það væru menn frá Ferðaklúbbnum 4x4 í gamla skálanum og við gætum farið þangað þar væri nóg pláss en þegar við lögðum bílunum í stæði við gamla skálann voru nokkrir menn í dyrunum og þeir bara lokuðu skálanum bæði innri og ytri hurðinni sem sagði mér að við værum ekki velkomnir þangað, þá fór ég aftur til skálavarðarins og bað bara um lykil af nýja skálanum vegna þess að við værum greinilega ekki velkomnir í þann gamla, það var ekkert má og varð skálavörðurinn reyndar mjög hissa á þessari framkomu 4x4 manna en… við höfðum það samt mjög gott í nýja skálanum grilluðum og fengum okkur nokkra kalda og fórum að sofa, við hvíldumst til hádegis og þá voru 4x4 menn allir farnir við filltum bílana af olíu og lögðum í hann við það var mikið búið að hlýna úti og því mikill hluti að snjónum orðin að versta krapa, við vorum ekki komnir lengra en ca. 10 km frá kerlingafjalla afleggjaranum þegar Bjössi bróiðir lenti í því að affelga og skera dekk við föttuðum ekki strax að dekkið væri skorið og náðum að felga það á ný en það dugði ekki dekkið var skorið og við vorum ekki með græjur til að laga það og ekki með auka dekk (algjör aumingjaskapur) en… “gert er gert” og það kemur ekki fyrir aftur. við skildum bílin hans eftir og fórum allir yfir í minn bíl við vorum ekki komnir lengra en 3,4 km þegar ég festi mig mjög illa í krapapitt sem ég sat í í 9 klukkutíma eða þangað til að við fengum hjálp úr bænum sem betur fer er ég með ferðatölvu í bílnum og horfðum við á 3 bíómyndir og grilluðum á meðan við vorum fastir Björgunarliðið okkar voru þeir Sighvatur og Ástþór ásamt 2 félögum þeirra þeir eru báðir á vel útbúnum jeppum Sighvatur á 38“ Land Cruiser og Átþór á 38” Blazer (Range Rover, Blazer & Nissan) Þegar þeir komu vorum við strax lausir og fórum áfram að skipta um dekk á Hiluxinum hans Bjössa svo snérum við við og héldum í bæinn á heimleiðinni skemmdi Sighvatur felgu og Ástþór felgu og dekk þannig að þetta virtist ekki ætla að taka enda en við vorum komnir í bæinn á Mánudagskvöldinu um klukkan 20:00

Ég verð allavega að segja það að ég átti ekki von á þessu frá Ferðaklúbbsmönnum, kannski er þetta ekkert í fyrsta skipti sem þetta skeður en ég hef allavega ekki heyrt neitt um svona framkomu, ég hreinlega hélt að allir hjálpuðu öllum á fjöllum en það er kannski misskilningur, ég allavega hef ekki lagt það í vana minn að keyra framhjá föstum bíl án þess að bjóðast til að hjálpa,

Jólakveðja

Gauijul