Hvernig fannst ykkur jeppasýningin í höllinni sem 4*4 hélt nú um helgina?
Aðstandendur sýningarinnar eru (held ég) ferlega svektir yfir lélegri aðsókn. Ég heyrði frá Starfsmannastjóra að það hefðu verið komnir 8000-10.000 gestir síðdegis í gær en menn gerðu sér ráð fyrir um allt að 20.000 sýningargestum.
Þið sem voruð þarna, hvað fannst ykkur um stökkbílana tvo (Jeepinn og Hiluxinn) og svo sex hjóla Econolineinn (Ice-Cool)?
Ég verð að segja það að mér fannst þessi sýning frábær í alla staði og ég er hissa á hversu fáir mættu. Er eitthvað sem ykkur fannst vannta á þessa sýningu? Endilega skrifið það hérna eða hafið samband við stjórn 4*4.

Kveðja-WILLIS