Hvernig er með ykkur hugara, hefur einhver ykkar prófað nýju 38,5“dekkin frá Mickey-Thompson? Hvernig hafa þau reynst, vel, illa of stíf eða hvað?

Mig grunar að þetta séu dekk sem virka vel undir Patrol, Econoline og aðra þunga jeppa. Þau eru ekki ofin úr vírneti eins og önnur dekk heldur Kevlar sem á að vera léttara. Þrátt fyrir að þau séu breiðari en hin 38” dekkin eiga þau að vera betur ballanseruð (jafnvægisstillt) en t.d. Mudder eða Chepeck. Svo er annað sem er svo sniðugt við þau, það er að munstrið nær lengra út á hliðarnar svo allt dekkið tekur á í einu ef bíllinn festist.

Vona að einher hér hafi reynslu af þessum dekkjum og geti svarað mér.

Með fyrirfram þökk-WILLIS