Bensínstöðvar úti á landi
Ég ætla að segja ykkur frá einu fáránlegu atviki sem átti sér stað þegar ég og systir mín og fjölskyldan hennar fórum í svona Jeppa-Veiði túr, við fórum uppí Landmannalaugar og þegar við komum þangað slitnuðu bæði reimin fyrir altenatorinn og reimin fyrir vökvastýrið og ég Hringdi í Hrauneyjar til að athuga hort þar væru einhverjar reymar að hafa en svo var ekki, þannig að ég og mágur minn byrjuðum á að fara á Hellu og svo reyndum við við allar bensínstöðvar á leiðinni og hvergi fengum við reymarnar, það var alltaf annaðhvort ekki rétt bók, engin bók eða engar reimar og þetta endaði með því að við fórum í Heklu daginn eftir og fengum að sjálfsögðu báðar reimarnar. En hvað finnst ykkur er þetta ekki fáránlegt að þurfa að fara alla leið í bæinn eftir svona hlutum, (fyrir utan það að maður á náttúrulega alltaf að hafa svona lagað með í svona lengri ferðir!! En þetta kenndi mér það að hafa alltaf svokallaðan Tékklista ef ég er að fara í svona ferðir og þá skal hafa helst allt sem gæti mögulega bilað´á honum, trúið mér þetta borgar sig.