þvílíkt bull sem fólk er að skrifa hérna…
1. Diesel bílar eyða ekki meira en bensín, oft á tíðum minna.
2. Að bensínbílar séu kraftmeiri er bull, það fer allt eftir hvar þú ert að leyta að kraftinum, t.d. eru díselvélar með mun meira torque en bensínvélar.
3. Dísel útblástur er mun minna mengandi en bensín útblástur, þó hann sé svartur reykurinn, þá er hann ekki næstum eins skaðlegur.
Ég á sjálfur Chevy Van með 6,2 lítra (400 cuin)díselvél, ég er með hann á fastagjaldi sem er um 160.000 krónur á ári.
þetta er 2500 kílóa bíll, og eyðir 15 lítrum á hundraði, dísel lítrinn kostar 40 krónur, 95 okt bensín er á 98 krónur held ég.
ég keyri um 50.000 kílómetra á ári.
þannig að ég er að borga 260.000 krónur í olíu á ári, plús 160 þús kallin sem gerir í allt 400.000 krónur.
ég átti Toyota Corolla með 1300 vél, hann eyddi um 8 lítrum á hundraði, miðað við sama akstur og á Chevanum, var ég að eyða 392.000 krónum í bensín á ári.
þarna er munur upp á 8 þúsund krónur á ári.
þetta segir bara hluta af sögunni, það eru til fullt af dísel fólksbílum, sem eyða 7~8 á hundraði, og með mun lægra fastagjald en ég er að borga, tökum t.d. Toyota Carina Dísel, fastagjald kr. 120.000 á ári, eyðir um 8 á hundraði, miðað við 50.000 km akstur, = 160.000,- í olíu, 280.000 krónur með fastagjaldi, á móti 392.000 í bensín á corolluni,.
ég aftur á móti keyri það mikið, að ég vildi stóran, þægilegan, öruggan og aflmikinn bíl, ég líki því ekki saman að keyra um á 2500 kílóa Cheva, eða 800 kílóa Toyotu dós.,, þessvegna er ég tilbúinn að borga það sama fyrir að vera á góðum bíl eins og að vera á púddu,,,