Greinin um súkkurnar hreyfði soldið við mér, það er oft einblínt
ansi mikið á dekkjastærð og vélarafl en of lítið á þyngdina.
Súkkurnar eru auðvitað fisléttar og þannig lagað í sérflokki, enda
fáir aðrir jeppar jafn léttir og jafn gott að breyta.
Næsti flokkur fyrir ofan samanstendur svo af Hilux, BroncoII, Ranger og fleiri pickup-ar enda allir um 1700 kg.
Eftir það er maður komin upp í 2200kg flokkinn þar sem lítið þýðir að fara út í neitt sem heitir lausasnjór nema á 38" eða stærra.
Og í þessum flokki eru svo til ALLIR 4ra dyra lúksusjeppar.
Musso, Landcruiser (allir) Patrol, Terrano, Range Rover (venjulegur og Discovery). Það sem kannski kemur á óvart er að stórir amerískir pickup-ar, Gamli stóri Broncoinn og Blazerinn eru líka í þessum flokki. (Bronco-inn er 2200 kg. að eigin þyngd).
Síðan er efsti flokkurinn, með allt sem er þyngra en 2600 kg.