4. Umferð Íslandsmótsins í Torfæru 2004 4. Umferð íslandsmótsins í torfæru fór fram um helgina á Blöndósi þetta er 4 árið sem keppt er á Blöndósi og keppninar hafa alltaf verið mjög skemmtilegar og spennandi. Staðan í íslandsmótinu fyrir þessa fjórða umferð var þannig að Haraldur Pétursson leiddi með 18 stig, Gunnar Gunnarsson í götubílaflokki var í öðru sæti með 14 stig og Sigurður Þór Jónsson var í þriðja sæti með 11 stig. Gunnar Gunnarsson leiddi í götubílaflokki með 20 stig, Ragnar Róbertsson í öðru með 14 stig og Bjarki Reynisson í þriðja með 13 stig. 12 keppendur tóku þátt í þessari keppni.

1. braut var auðveld hún byrjaði þannig að þeir fóru niður og upp hóla svo upp langa brekku. Leó Viðar Björnsson fór fyrstur og hann komst ekki upp lokabrekkuna aðeins 200 stig. Daníel Karlsson í götubílaflokki kom næstur og hann fór alla leið og fékk 325 stig. Daníel Ingimundarsson á Green Thunder fékk 340 stig, Haraldur Pétursson fór alla leið og fékk 350 einnig fékk Ragnar Róbertsson 350 stig, næstur kom Garðar Sigurðsson hann fékk 305 stig, Sigurður Þór fékk 350 stig. Bjarki Reynisson þurfti að hætta keppni strax í fyrstu braut eftir að vél eyðilagðist en Gunnar Gunnarsson, Helgi Gunnarsson, Pétur Pétursson og Björn Ingi fengu 350 stig í þessari braut.

2. braut var erfið og þeir fóru upp dáltið erfitt barð síðan í erfiðan hliðarhalla svo upp smá brekku. Daníel Karlsson fór fyrstur og hann komst upp fyrsta barðið en braut drifbúnað að framan og hann komst því ekki lengra, Daníel Ingimundarsson kom næstur og hann komst upp barðið svo þegar hann var að fara í hliðarhallan þá fór hann á hliðina og velti. Haraldur Pétursson kom næstur og fékk 300 stig, Ragnar Róbertsson kom næstur og hann komst ekki upp fyrsta barðið hikaði. Garðar kom næstur og hann fór alla leið en fékk 125 stig í refsingu og fékk því aðeins 225 stig, Sigurður Þór kom næstur og hann fór alla leið og fékk 240 stig síðan kom Gunnar gunnarsson og hann fór útúr braut og fékk 200 stig Helgi kom næstur og hann fór alla leið og fékk 330 stig og Björn Ingi fékk fullt hús stiga 350 stig. Staðan eftir 2 brautir var þannig að Björn Ingi leiddi með 700 stig Helgi Gunnarsson í öðru sæti með 680 stig og Haraldur Pétursson í þriðja með 650 stig. Gunnar Gunnarsson leiddi í götubílaflokki með 550 stig í öðru sæti var Daníel með 445 stig og Ragnar í þriðja með 430 stig.

3. braut var auðveld og Haraldur Pétursson fór alla leið og fékk 330 stig, Ragnar kom næstur og fór ekki alla leið og fékk aðeins 70 stig, Garðar fór svipað langt og Ragnar fékk þó 100 stig og Sigurður Þór fór alla leið og fékk 330 stig og Gunnar Gunnarsson á götubíl fór næstum alla leið og fékk 160 stig og síðan kom Helgi og hann fór alla leið og fékk 310 stig, Björn Ingi kom næstur hann var í forystunni og hann hélt henni og fékk 350 stig og Leó Viðar fékk 330 stig.

4. braut erfið fyrir marga það var erfitt barð í miðri braut sem margir voru í vandræðum með og Sigurður Þór Jónsson fékk 0 stig, Gunnar kom næstur og fékk 260 stig Helgi Gunnarsson fór alla leið og fékk 260 stig en Björn Ingi fór ekki alla leið og datt þér úr fyrsta sætinu síðan kom Daníel Gunnar Ingimundarsson og hann velti í annað skipti í þessari keppni ekki góður keppni hjá honum. Haraldur Pétursson fékk 280 stig og skaust upp í fyrsta sætið með 1260 stig Helgi í öðru aðeins 10 stigum á eftir síðan í þriðja sæti var Björn Ingi með 1140 stig. Gunnar Gunnarsson leiddi götubílaflokkinn með 970 stig, Daníel í öðru með 500 stig og Ragnar með 455 stig.

5. braut var erfið fyrir marga erfiðasti parturinn var lokabarðið og Gunnar fór alla leið og fékk 260 stig, Helgi kom næstur og hann komst ekki alla leið og fékk aðeins 220 stig, Björn Ingi kom næstur og hann fékk líka 220 stig. Haraldur Pétursson jók forystuna fékk 340 stig og Sigurður Þór velti í þessari braut.

6. braut var erfið og engin fór alla leið og Daníel Karlsson velti og allir fengu um 200 -250 stig.

7. braut var tímabraut og Helgi Gunnarsson náði besta tímanum, Björn Ingi náði öðru besta tíma og Haraldur Pétursson náði þriðja besta tíma og staðan fyrir síðustu braut var þannig að Haraldur var í fyrsta sæti með 2000 stig, Helgi í öðru með 1910 stig síðan kom Björn Ingi með 1760 stig. Gunnar Gunnarsson leiddi enn götubílaflokkinn með 1550 stig, Ragnar Róbertsson í öðru sæti með 715 stig og Daníel í þriðja sæti.

8. braut var erfið og það fóru aðeins tvær upp þessa braut og það var Sigurður Þór Jónsson og Helgi Gunnarsson, Haraldur Pétursson, Björn Ingi og Leó Viðar komust ekki upp og það var því Helgi Gunnarsson sem sigraði hans fyrsti sigur en hann hóf að keppa í fyrra.

Hörku keppni og vonandi verður sú keppni áfram en hér koma lokaúrslit í 4 umferð íslandsmótsins í torfæru 2004:

1. Helgi Gunnarsson Gæran 2190 stig
2. Haraldur Pétursson Musso 2180 stig
3. Björn Ingi Jóhannson Fríða Grace 1970 stig
4. Leó Viðar Björnsson - 1915 stig
5. Sigurður Þór Jónsson Toshipa Tröll 1850 stig
6. Gunnar Gunnarsson Trúðnum 1750 stig
7. Daníel Karlsson Team Frosti 1395 stig
8. Ragnar Róbertsson Pizza 67 1385 stig
9. Garðar Sigurðsson Vélburstinn 1220 stig
10.Daníel Ingimundarsson Green Thunder 940 stig

Með þessu öðru sæti hjá Haraldi Péturssyni þá tryggði hann sér íslandsmeistarititilinn þriðja árið í röð en það er ein keppni eftir hún fer fram á Hellu 11. september en hér kemur staðan í íslandsmótinu:

1. Haraldur Pétursson 36 stig
2. Gunnar Gunnarsson 21 stig
3. Helgi Gunnarsson 20 stig
4. Sigurður Þór Jónsson 15 stig
5. Ragnar Róbertsson 13 stig
6. Leó Viðar Björnsson 11 stig

Myndir frá keppninni eru komnar af Gunnari Gunnarsyni þær eru að finna á www.trudurinn.is síðan koma væntalega myndir á www.4x4.is. Einnig er fín síðan um torfæru http://frontpage.simnet.is/icebilar/offroad/index.htm.


endilega þeir sem fóru á þessa keppni segið áltit ykkar á keppninni og hvernig ykkur finnst Torfæran vera í dag.