Hvernig á að komast áfram í snjónum
Það að vera fastur í snjóskafli og komast hvorki lönd né strönd þekkja margir ökumenn. Keðjur, skóflur og sandur eða salt í poka í skottinu voru lengi framan af helstu lausnirnar við slíkum vanda eða allt þar til einhverjum datt í hug að hleypa smá lofti úr dekkjunum og uppgötvaði að þá var nánast hægt að fljóta ofan á snjónum. Þetta var upphafið af nýrri tegund af ferðamennsku á Íslandi sem hefur tekið gífurlegt stökk fram á við síðan. Stærri og stærri dekk hafa litið dagsins ljós og flotið orðið æ meira. Því stærri dekk og minna loft því mun meira flot. þeir sem hafa ekki látið á þetta reyna ættu hiklaust að prófa það næst þ.e.a.s. þegar snjórinn kemur og við jeppafólkið getum loksins farið að skemmta okkur á ný.