Kafbátaferð á skjaldbreið laugardaginn (14-02-2001) var 38“dekkjunum skellt undir og farið í jeppaferð.
Ferðinni var heitið uppá skjaldbreið.
Lítill snjór virtist vera á svæðinu en þegar við komum uppað vörðu fór að glitta í hvíta efnið vinsæla.

Færið var alveg hræðilegt, þetta varð bara kafbátaferð. Það voru byrjuð að myndast stöðuvötn þarna í kring og færið var hryllilega blautt og þungt að margir lentu í vandræðum meira að segja patrolar á 44” izuzu á 44“ toyotur á 38” það var ekkert mál að festa sig og þegar maður festist þá var maður fastur.

Við hættum við að fara á tindinn því að færið var erfitt og klukkan var orðin margt. enda jeppinnn okkar ekki í sínu besta ásigkomulagi. læsing biluð og millikassinn er stundum tregur að fara úr lágadrifinu. okkur tókst að brjóta brettakant, stigbretti og beigla járnplötur sem halda drullusokkunum að framann.

ef þið hafið farið í einhverjar ferðir um páskanna endilega segið þá frá þeim.

ég setti nokkrar myndir inná síðuna mína
kasmir.hugi.is/yggdrasill

Yggi
Da DaRA