4 Umferð heimsbikarkeppninar í Torfæru fór fram á Hellu 18. Júlí. 19 bílar voru skráðir til leiks þar af 6 erlendir keppendur einn Svíi og fimm frá Noregi. Haraldur Pétursson var búinn að tryggja sér heimskbikartitilinn áður en þessi keppni hófst hann var búinn að vinna allar þrjár umferðinar. Gísli Gunnar Jónsson margfaldur íslandsmeistari mætti til leiks eftir 2 ára fjarveru. Í götubílaflokki leiddi norðmaðurinn Finn Eirik Löberg í öðru sæti var Gunnar Gunnarsson og Gunnar þurfti einn á milli sín og Finn Löbergs.

1. braut var erfið fyrir alla bílana hún byrjaði þannig að þeir fóru niður barð svo í smá hliðarhalla og upp erfitt barð sem engin komst upp. Fyrstu fór norðmaðurinn Finn Eirik Löberg á Hillflighter og hann velti í þessari braut. Næstur kom Ole Kristian Rustan einnig frá Noregi hann kallar bíllinn sinn Spiderman hann var næstum því farin framfyrir sig þegar hann fór niður barðið en hann er með svo mikið afl að hann þurfti alltaf að slá af en hann var samt næstum því farin upp. Björn Ingi kom næstur hann festist hins vegar á steini í lokabarðinu. Haraldur Pétursson kom næstur og hann fór á svipað langt og allir hinir. Arne Johannesen kom næstur og hann velti einnig hann fór afturfyrir sig. Flestir aðrir nörtuðu í lokabarðið og fengu 150-200 stig eftir því hvað þeir fengu í refsingu.

2 braut var erfið fyrir alla bílana nema Harald Pétursson hann var sá eini sem lauk brautinni og fékk 350 stig fyrir það aðrir fengu um 250 stig. Brautin var þannig að þeir fóru niður barð svo í hliðarhalla og upp barð mjög svipuð og fyrsta braut. Ole Kristian Rustan fór hins vegar framfyrir sig þegar hann var að fara niður barðið og það brotnaði millikassi og hann hætti keppni.

3. braut var erfið fyrir alla nema Harald Pétursson eins og í annari braut var hann sá eini sem fór alla leið og fékk fyrir það 350 stig. Brautin byrjaði þannig að þeir fóru niður barð og upp annað barð svo í smá hliðarhalla og upp barð sumir bílarnir komust ekki einu sinni upp fyrsta barðið en Helgi Gunnarsson komst upp fyrsta barðið og ætlaði að snúa við til að komast í hliðið til að fara niður aftur en hann velti þegar hann var að snúa við. Arne Johannsen hann reyndi við lokabarðið og bjargaði sér snilldarlega frá veltu. Vélin í Pizza 67 bíl Ragnars Róbertsonar gaf sig og hann þurfi því að hætta keppni. Staðan eftir 3 brautir var þannig að Haraldur Pétursson leiddi með 880 stig Sigurður Þór Jónsson í öðru sæti með 490 stig og Gísli Gunnar Jónsson í þriðja með 440 stig. Gunnar Gunnar leiddi í götubílaflokki með 440 stig Ragnar Róbertsson í öðru með 420 stig en hann var hættur keppni Finn Eirik Löberg var í þriðja með 400 stig og 10 stigum á eftir honum kom Bjarki Reynisson og Pétur V Pétursson var í fimmta sæti með 220 stig.

4 braut var tímabraut og þar náði Björn Ingi besta tímanum, Gunnar Ásgeirsson náði öðru besta Gísli Gunnar þriðja og Halli P fjórða og Arne Johannesen náði fimmta besta tímanum.

5. braut var erfið fyrir alla bílana nema Gunnar Gunnarsson hann var sá eini sem komst alla leið og fékk 350 stig en í þessari braut veltu nokkrir en brautin byrjaði þannig að þeir voru upp brekku og í endanum á brekkunni var erfitt barð sem Gunnar var sá eini sem komst upp. Haraldur Pétursson, Finn Eirik Löberg og Arne Johannessen veltu í þessari braut.

6 braut var svipuð hún var beint upp barðið en í fimmtu braut fór þeir á ská í barðið. í sjöttu braut fór engin upp en það veltu margir, Roar Johannsen, Gunnar Ásgeirsson, Daníel Gunnar Ingimundarsson, Leó Viðar Björnsson og Magnús Torfi Ólafsson. Staðan eftir 6 brautir var þannig að Haraldur Pétursson leiddi með 1480 stig í öðru sæti Gísli Gunnar Jónsson heilum 400 stium á eftir hann var með 1080 stig í þriðja sæti var Sigurður Þór Jónsson með 1010 stig og Arne Johannesen í fjórða með 1000 stig í götubílaflokki leiddi Gunnar Gunnarsson með 1240 stig í öðru sæti var Bjarki Reynisson með 1020 stig og Finn Eirik Löberg með 960 stig.

7 braut var áin og það er ein skemmtilegasta braut sem maður sér að mínu mati. Gísli Gunnar Jónsson flaut yfir alla ánna sem og Björn Ingi, Ole Graversen, Haraldur Pétursson og Gunnar Gunnarsson sem skveddi yfir nokkra áhorfendur, Finn Löberg fór yfir ánna en ekki Bjarki Reynisson þar með var Gunnar enn í fyrsta sæti Finn Löberg í öðru og Bjarki í þriðja.

8 braut var mýrinn og aflið í bílunum er svo mikið að nánst allir bílarnir fóru yfir og Haraldur Pétursson sigraði í keppnninni en hér kemur úrslitin:


1. Haraldur Pétursson Musso 2070 stig
2. Gunnar Gunnarsson Trúðnum 1880 stig
3. Gísli Gunnar Jónsson Arctic Trucks 1700 stig
4. Finn Erik Löberg Hillflighter 1570 stig
5. Leó Viðar Björnsson RE/MAX 1480 stig
6. Björn Ingi Jóhannson Fríða Grace 1470 stig
7. Ole Graversen The Eagle 1440 stig
8. Gunnar Ásgeirsson Örninn 1440 stig
9. Roar Johansen Thunderbolt 1410 stig
10. Sigurður Þór Jónsson Toshipa Tröllinu 1220 stig
11. Arne Johannessen Light Foot 1210 stig
12. Helgi Gunnarsson Gæran 1130 stig
13. Hans Maki Sandstorm 1119 stig
14. Bjarki Reynisson Dýrið 1033 stig
15. Daníel G. Ingimundarsson Green Thunder 989 stig
16. Magnús Torfi Ólafsson BMW 844 stig
17. Pétur V. Pétursson Sjarmatröllið 500 stig
18. Ragnar Róbertsson Pizza 67 420 stig
19. Ole Kristian Rustan Spiderman 140 stig

Haraldur Pétursson varð heimsbikarmeistari fyrir heildina og Finn Erik Löberg í götubílaflokki.

Þeir sem vilja fá myndir eða video sendið mér bara póst á huga. Það eru komnar myndir á www.4x4.is/ggj , www.4x4.is/tt og www.trudurinn.is.

Endilega þeir sem fóru á keppninni segið áltið ykkar á keppninni og hvernig ykkur fannst erlendur keppendurinir.

kv Berge